Fusso & Glaco viðurkenningar námskeið fyrir Fagaðila

32,000 kr.

FOLLOW US ON FACEBOOK

Nú kynnum við eitt metnaðarfyllsta verkefni sem við höfum lagt í.

Í samstarfi við Soft99 Europe förum við að stað með síðu / námskeið / þjónustu við notendur og Fagaðila.  Allt á sama stað á sömu síðunni sem heitir vidurkenndur.is eða certified.is.

Fyrir almenna viðskiptavini verður þessi síða, upplýsingasíða um þá Fagaðila sem eru viðurkenndir/certified í vinnslu á Fusso og Glaco efnum.

Fyrir almenna viðskiptavini kemur síðan til með að sýna lista um aðila, heimilisföng, símanúmer og netföng þeirra sem eru viðurkenndir í notkun efna frá Soft99.  Síðan mun einnig bjóða upp á að leita með korti að næsta viðurkennda aðila.

Fyrir Fagaðila sem fá aðgang að síðunni að loknu námskeiði, verður þetta innskráningarsíða þar sem þeir geta fengið frekari upplýsingar um efnin og annað tengt vörunum og síðunni. Þá munu fagaðilar einnig geta notað síðuna til að  vera  í sambandi við okkur.  Einnig verður aðgangur að Facebook grúppu sem er fyrir fagaðila, en henni verður stjórnað af okkur og Soft99. Þar munu verða kynntar nýjar vörur og sértilboð og á þeim vettvangi verður boðið upp á að vera einu sinni í mánuði í beinu vefsambandi við Detail meistara Soft99 fyrir Q & A.

Við komum til með að leggja mikinn metnað í þessa síðu og kynna hana vel. Þegar fyrstu námskeiðunum er lokið og nokkrir Fagaðilar eru komnir á síðuna, munum við leggja í enn meiri kynningarherferð. Í samstarfi við Soft99 sjáum við til þess að þessi síða fái 3 – 4 auglýsingasyrpur á ári, þar með taldar skjáauglýsingar í sjónvarpi o.fl.

Þannig viljum við meina að að það sé mikill akkur fyrir fagaðila að vera viðurkenndir fagaðilar í notkun á Fusso og Glaco efnum og þar með skráðir á síðuna. Við fáum margar fyrirspurnir í hverri viku um hverjir vinni með þessi efni, og mun þeim fyrirspurnum eflaust fjölga þegar vefurinn verður komin í loftið og við leggjumst í öfluga kynningu.

Námskeiðið sjálft.

Námskeiðin eru haldin í aðsetri okkar að Bíldshöfða 16 og í verkstæðissal þar við hliðina.  

Námskeiðin eru opin bæði fagaðilum og áhugamönnum en aðeins Fagaðilar fá skírteini sem Viðurkenndur fagaðili fyrir Fusso og Glaco og skráningu á listann.

Skráning Fagaðila:       kr. 32.000 Innifalið er námskeiðið, viðurkenningarskjal sem viðurkenndur Fagaðili fyrir Fusso og Glaco. Skráning á viðukenndur.is síðuna með áður upptöldum kostum. Einnig Certified askjan sem inniheldur eftirfarandi vörur

Fusso 12 Dökkt, Fusso Light, Glaco hreinsimassa, Ultra Glaco, Glaco DX, Glaco Blave, Iron Terminator járnhreinsi, Silicone hreinsi, Medium leir, Örmassa fyrir dökkt lakk, Örmasssa fyrir ljóst lakk,

Andvirði öskjunar er 29.000.

Viðbótarupplýsingar

Dagsetning / Tími

2 mars kl. 10:00, 2 mars kl 13:00