Við erum verslun sem sérhæfir sig í bón og hreinsivörum. Við höfum nú verið starfandi í yfir 7 ár síðan september 2013. Við erum umboðsaðilar fyrir Chemical Guys, SOFT99 – Fusso, Collinite og Krauss Tools. Við bjóðum upp á yfir 600 vörunúmer Í Detailvörum, hreinsivörum og bóni, sem er líklega eitt mesta úrval af slíkum vörum á Íslandi.

Við erum ekki aðeins með vefverslun, heldur erum við líka með glæsilega verslun að Bíldshöfða 16, (inn í portinu) í Reykjavík þar sem er hægt að sækja vörur alla mánudaga til fimmmtudags, frá 10 til 6 og föstudaga frá 10 til 5. Einnig er opið á laugardögum og sunnudögum 11 – 3 . Þar er einnig hægt að versla vörurnar okkar eða ganga frá greiðslu með Debet eða Kreditkortum. Einnig tökum við við greiðslum með Netgíró og Pei. Einnig er hægt að hafa samband í síma 777 5674

Við erum dellufólk fyrir dellufólk og ætlum að færa detail listina á nýtt stig á Íslandi.

Við bjóðum upp á leiðbeiningar efni undir flipanum Myndbönd hérna á forsíðunni, einnig bjóðum við upp á How To kennslumyndbönd frá Chemical Guys undir flipanum Detail Garage. Einnig eru við með allskonar fróðleiksmola, tilboð og annað á Facebook síðunni okkar. Classic Detail Facebook

Allar greiðslur í vefversluninni fara í gegnum Valitor, Netgíró eða Pei. Í gegnum Valitor er hægt að borga hvort sem er með Debet eða Kredit korti. Athugið að allar vörur í verslun okkar eru til á lager hjá okkur. Ef varan er uppseld lokar kerfið fyrir sölu á vörunni. Allar vörur sem við sendum eru sendar með Íslandspósti í siðasta lagi næsta virka dag. Varan er send í skráðum pósti og fær kaupandi sent tracking númer í tölvupósti þegar varan er lögð af stað. Frí sending er á pöntunum að andvirði 10.000 kr eða meira.

Ef það eru vörur frá þessum aðilum sem þið mynduð vilja sjá í verslun okkar, þá er um að gera að senda okkur línu á sala@classicdetail.is og við sjáum hvað við getum gert í málinu. Einnig ef þið eruð með spurningar eða fyrirspurnir.