Fusso og Rain Drop tvíeyki. Tvö heitustu efnin frá SOFT99 saman á frábæru verði
Þetta sett inniheldur Fusso 12m light fyrir bíla með ljósu lakki
Loksins er nýja Fussoið komið. Enn er sama virka efnið Fluorine Polymer sem gerir þetta efni svo vatns og drullufælið, ásamt því að tryggja þessa frábæru endingu. Breytingin liggur hins vegar aðallega í öðrum efnum sem vinna með Fluorine, í nýja efninu er betra wax, betri olíur og umhverfisvænni íblendiefni.
Í stuttu máli.
Sama vatns/drullufráhrinding
Sama ending
Sami eða meiri gljái.
Auðveldara að bera á og ná jafnri og góðri dreifingu sem tryggir betri útkomu
Auðveldara að taka af og buffera upp gljáa.
Umhverfisvænna
Vænna fyrir hendur og húð þess sem vinnur með það.
Fusso Coat 12 Months Wax er synthetic lakk sealant, sem myndar vatnsfælna (Hydrophobic) húð á lakkið. Þetta efni er auðvelt í vinnslu, auðvelt að bera á og berist á þunnu lagi. Fusso Coat myndar mjúka, háglans filmu en það sem er markverðast er hin langa ending eða allt að 12 mánuðir við bestu aðstæður. Þessi langa ending með fallegu beading og vatnsfælni er ástæðan fyrir að Fusso Coat er að taka Detail heiminn með áhlaupi. Efnið er fáanlegt í tveimur útgáfum, fyrir ljósa og dökka bíla.
þyngd: 200gr.
Notkunarleiðbeiningar
1. Undirbúið yfirborðið mjög vel, hreinsið með góðri ph hlutlausri sápu, þurrkið og leirið lakkið og undirbúið það miðað við ástand.
2. Opnið dósina og setjið efnið í svampinn með léttum strokum.
3. Berið efnið á í mjög þunnu lagi með beinum strokum
4. Bíðið eftir að efnið verði snerrtiþurrt.
5. Þurrkið burt og polerið með hreinum microfiber klút
Raindrop er mjög þægilegt Spray Sealant sem hentar á allt yfirborð bílsins.
Gerist ekki auðveldara. Eitt efni sem má fara á lakk, gler, króm, plast og trim.
Efnið er sett á um leið og þú þurrkar bílinn eftir þvott.
ótrúlega flott og auðvelt efni sem virkar vel við íslenskar aðstæður.
53